153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[17:32]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Þær tölur sem ráðherra fór með eru tölur Sameinuðu þjóðanna frá 2021 en ég var að tala um að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði gefið út töluna 100 milljónir núna í maí eftir að stríðið í Úkraínu byrjaði. Það hvernig við tökum á móti því fólki sem hingað kemur til að sækja um hæli hefur skánað að hluta til við það að vera með sameiginlegu móttökuna í Domus Medica. Það er því miður orðið þannig að fólk þarf að sofa á beddum í skrifstofuhúsnæði vegna þess að við höfum ekki nægilegt húsnæði. En þar kemur líka inn í að þær áætlanir sem ríkisstjórnin gerði um fjölda flóttamanna frá Úkraínu voru langt undir þeim tölum sem hægt var að búast við.