153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[17:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þetta andsvar og ég held við séum í rauninni að sýna að við getum tekið á móti miklu fleirum en við héldum. Ef við horfum á síðustu þrjú ár þá tókum við á móti 867 manns árið 2019, 654 árið 2020 og 872 á síðasta ári. Í dag er þessi tala komin upp í 2.833 miðað við gögn Útlendingastofnunar. Ef við leggjum þessar tölur saman þá sjáum við að við erum að ná að stækka upp og taka á móti fleirum en við héldum. Við vonum að sjálfsögðu að stríðið í Úkraínu muni ekki vara lengi, að fólk verði ekki lengi og fólk geti flutt til baka og þá minnki kannski aðeins þrýstingurinn á okkur. (Forseti hringir.) En við munum alltaf fá bylgjur, það er bara þannig. Það verða stríð, það gerast einhverjir stórir hlutir sem orsaka það að við fáum þessar bylgjur af fólki hingað.