153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:17]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi þetta með umræðuna: Auðvitað verður að vera hægt að tala um hlutina en þegar hæstv. ráðherra málaflokksins, svo ég nefni nú bara hann, kemur fram í hverju viðtalinu á fætur öðru og talar um að verið sé að misnota kerfið, það sé eitthvað skrýtið við þetta fólk frá Venesúela, þá fylgir því bara alveg ótrúlega mikil ábyrgð. Og já, mér finnst hæstv. dómsmálaráðherra hafa talað ógætilega um þetta fólk, ég verð að segja það. Það verður að fylgja því hvernig verið er að misnota þetta. Hversu hátt hlutfall er þetta? Er þetta það hátt hlutfall að það borgi sig hreinlega að kollvarpa öllu kerfinu og stokka það upp? Vegna þess að það er ekkert þannig sem hefur komið fram sem rennir stoðum undir það að þessi misnotkun sé svo mikil og svo alvarleg að það þurfi að þrengja að hópi fólks hvað varðar réttindi.

Ég sé að tíminn er að hlaupa frá mér þannig að hinu ætla ég að svara í næsta svari.