153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:37]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ofboðslega leiðinlegt að heyra að nærvera mín sé ekki nóg í þessum þingsal. En annars verð ég bara að segja að mér finnst þessar umræður búnar að vera mjög málefnalegar og góðar, virk þátttaka í þeim, ekkert yfir því að kvarta, góðar umræður við ráðherra viðkomandi málaflokks um mál sem hann leggur hér fram á dagskrá. Mér heyrist að það sé fullur vilji til þess að aðrir ráðherrar sem óskað hefur verið eftir muni ræða málið áfram við þinglega meðferð málsins og svo eru auðvitað alltaf óundirbúnar fyrirspurnir þar sem er hægt að nýta tímann í að grilla viðkomandi ráðherra.