153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:48]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara hér eftirspurn eftir nærveru minni, sem er nú alla jafna ekkert endilega óskað eftir alls staðar. Ég hef verið á mælendaskrá frá því að umræðan hófst. Ég hef fylgst með umræðunni í allan dag og ég er óhrædd við að taka af skarið og koma hér í pontu. Mér finnst mikilvægt að þetta mál sé komið til þingsins því að hér er ítrekað talað um að þetta hafi verið afgreitt út úr þingflokkum. En ég held að það sé farsælast að við höfum tækifæri á því að ræða þetta frumvarp og til þess erum við hingað komin og þessi dagur fer í að gera það.