153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:49]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er fallegt sem um okkur er sagt og hefur verið sagt í gegnum tíðina, að Íslendingar eru gestrisnir. Við höfðum þann háttinn á í gegnum aldirnar að opna húsin okkar fyrir þeim sem voru á ferð og þurftu gistingu og mat að halda og ég vildi gjarnan að við héldum áfram að vera þekkt sem hinn gestrisna þjóð. Við erum ákveðinn svona lúxusklúbbur, það er mikil ásókn í okkar fína samverustað hér. Það er ekki hægt að taka á móti öllum sem vildu koma hér, eins og sagði í Staksteinum, í frítt fæði og húsnæði, og ég held að sjónarmiðin hér innan þessa salar séu ekki öfganna á milli endilega. En ég myndi gjarnan vilja endurskilgreina fundarstjórn forseta, virðulegur forseti, og við næðum fundi með forseta hérna þar sem sjónarmiðin væru rædd og reifuð, kostir og gallar. Ég treysti hæstv. dómsmálaráðherra til að taka mið af sjónarmiðunum og leiða það til farsælla lykta í friði við alla og okkur mun takast það með góðum vilja.