153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[19:01]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er svo sem ekkert nýtt að það sé kallað eftir rödd Framsóknar í þingsal eða víða í samfélaginu. Ég vil samt sem áður bara þakka fyrir það að þingmenn skuli ljá máls á því. Ég er búinn að vera hér á mælendaskrá síðan í hádeginu og hlakka til að taka þátt í umræðunni. Ég er með ræðu, enda er ég þingmaður Framsóknar í umræddri nefnd sem tekur við málinu. Ég geri ráð fyrir því að umræðan í þeirri nefnd verði fjölbreytt og lífleg eins og hún hefur verið hér í þingsal í kvöld og á eflaust eftir að vera það áfram.