153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[19:19]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé óhætt að taka heils hugar undir þetta. Í þessu samhengi má auðvitað nefna þjónustusviptinguna sem hér hefur verið talsvert rætt um í dag. Ég fæ ekki séð hvernig þjónustusvipting af þessu tagi eigi t.d. að hjálpa fólki sem er í viðkvæmri stöðu, sem hætt er við að verði fyrir misbeitingu af einhverju tagi. Ég er kannski svona vitlaus en ég finn ekkert í þessu frumvarpi sem ætti að taka með einhverjum hætti á þessu og raunar gat hæstv. ráðherra heldur ekki svarað því þegar hann var inntur svara.