153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[19:23]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hygg að hér hafi hv. þingmaður einmitt náð að fanga ágætlega á einni mínútu það sem ræða mín fjallaði um. Það er einfaldlega ekkert samhengi milli þeirra áskorana og þeirra bæði raunverulegu og meintu vandamála sem hæstv. ráðherra og fleiri stjórnarliðar hafa haft mjög hátt um undanfarnar vikur og hins vegar þess sem kemur fram í þessu frumvarpi. Það er eins og frumvarpið sé einhvern veginn bara lagt fram vegna einhvers allt annars. Það er eins og það sé einhvers konar draugur aftan úr fortíðinni, ætlað að taka á í rauninni áskorunum sem kannski var miklu brýnna að taka á einhvern tímann fyrir löngu sem hafa í rauninni ekkert með það að gera sem er stóra verkefnið núna; að sjá til þess að það sé tekið vel á móti þessum stóra hópi fólks sem leitar hingað og sem við eigum að sjálfsögðu að taka vel á móti.