153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[20:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Gísla Rafni Ólafssyni fyrir andsvarið. Ég hef nú misst af þessu, ég var upptekinn við að undirbúa eigin ræðu þegar þessi umræða var í gangi, en fylgdist með með öðru eyranu og ég greip ekki þetta hugtak sem hv. þingmaður vísar til. En það breytir því ekki að það er hluti af umræðunni sem ég held að við verðum að taka og ég hef haft áhyggjur af því og sagt það ítrekað, þar sem ég hef fengið tækifæri til, að við erum að grauta saman núna ýmsum atriðum í þessari umræðu, m.a. vinnumarkaðsmálum og verndarkerfinu. Mín skoðun er sú að það er augljósara að ákveðin svæði, ákveðnir hópar, falli betur undir þá skilgreiningu sem lagt var af stað með í tengslum við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna heldur en til að mynda þeir hópar fólks sem eru að leita sér að efnahagslega betra lífi. Svarar það spurningunni? Ég tel það vera stöðuna að hópar falli með mismunandi hætti undir hina upphaflegu nálgun.