153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[20:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það sem ég átti við með fólki sem vill vera hér lengi er einmitt eins og hv. þingmaður skildi það flóttamenn frá Úkraínu samanborið við þá sem eru augljóslega að koma hér til lengri tíma dvalar og er svo mikilvægt fyrir okkur að styðja við aðlögun á í þeim samfélögum þar sem þeir búa. Með kríteríurnar, þetta er nú stuttur tími, en til að reyna að ramma þetta inn þá held ég að við ættum algjörlega með opnum huga að nálgast mál þannig að auka samstarf okkar við til að mynda Dani og ég held að Norðmenn séu á þeirri vegferð sömuleiðis og að a.m.k. að hluta til opna fyrir það að móttökukerfið sé á nærsvæðum þess fólks sem hingað vill leita. Þannig eigum við að afmarka þann hóp og bjóða hingað þeim hóp sem við treystum okkur til að aðlaga og styðja við. Rétt eins og ég sagði í ræðu minni þá ráðum við ekki við þann fjölda sem er að koma hingað í dag. (Forseti hringir.) Ég er að fatta núna að ég á eftir að koma með svar við spurningunni um fjöldann (Forseti hringir.) og ég kem því inn í eitthvert svar á eftir. En við þurfum að ráða við það sem við færumst í fang.