153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[20:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég skal halda mig við eina mínútu eða reyna það. Þetta var náttúrlega einhver sirkus sem átti sér stað í tengslum við þá atburðarás sem hv. þingmaður var að lýsa. En til að svara spurningunni beint af því að tíminn er knappur: Hver er staða ríkisstjórnarinnar, ef þetta mál fer eins og mig grunar að það fari — ég er því miður eiginlega viss um að það fari í þann farveg. Hún er búin að vera slæm. Við sjáum ósætti milli stjórnarflokkanna og við getum nefnt orkumál, innflytjendamál og fleiri þar sem blasir við að stjórnarflokkarnir eru að sigla hvor í sína áttina. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði sá biti sem hvað erfiðast yrði að kyngja fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins af þeim mörgu seigu bitum sem ríkisstjórnin á eftir að kjamsa á þetta kjörtímabil.