153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:04]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur fyrir andsvarið. Hér er stórt spurt og farið um víðan völl í vísan í frumvarpið. Við lesum kannski frumvarpið ekki nákvæmlega með sama skilningi því að ég hef ekki rekist á alla þessa punkta sem hv. þingmaður er hér að vísa í. Ég vil bara ítreka það sem kom fram í ræðu minni um frumvarpið, að ég tel mjög mikilvægt að við höldum inni þessari mikilvægu grein, ef við vísum í 36. gr., um að fólk geti þótt það sé komið með vernd annars staðar (Forseti hringir.) — klárum þetta í síðara andsvari.