153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:06]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég ætla að byrja á því að bera af mér sakir um að ég vinni ekki vinnuna mína. Ég hef, ekki síður en hv. þingmaður, legið yfir þessu frumvarpi. Herra forseti, ég, viðkomandi hv. þingmaður og margir aðrir höfum átt mörg samtöl um þetta og legið yfir þessu. Það hafa orðið góðar breytingar á frumvarpinu frá því að það var síðast lagt fram. Má þar t.d. nefna þvingaða heilbrigðisrannsókn er varðaði Covid-próf og margt fleira. Ég held að það sé kominn tími til að við í þessum sal einbeitum okkur að því að ná einhvers konar sátt eða samtali um það mikilvæga mál að takast á við útlendingamálin, að takast á við þá skelfilegu stöðu sem loftslagsbreytingar, (Forseti hringir.) stríð og annað leggja okkur á herðar og hætta þessari pólitísku refskák hér að finna einhvers staðar grundvöll til að berja á meiri hluta og minni hluta.