153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:09]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Þetta er ótrúlega góð, mikilvæg og skemmtileg umræða þar sem við fljúgum skauta á milli, frá einum pól til annars, og reynum að finna eitthvert jafnvægi. Ég ætla bara að ítreka það sem ég sagði hér, bæði í ræðu minni og fyrri andsvörum, að frumvarpið hefur tekið breytingum til hins betra. Ég held að við séum að leggja á það áherslu að við fáum málið afgreitt í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem mikill þungi hefur á undanförnum vikum verið lagður á að kynna sér stefnu nágrannalandanna. Við erum að vinna þetta eins vel og við getum af því að við viljum gera þetta vel. Ég held að potturinn og pannan í því sem við erum að gera hérna sé að við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að vilja ekki endilega fara leið einhverrar þjóðar þar sem þetta er gríðarlega hart. (Forseti hringir.) Það segir okkur líka að við getum ekki endilega farið í alveg öfuga átt og gert það sem við öll myndum helst vilja, að hjálpa öllum. En málið er að við finnum einhvers staðar jafnvægi sem við getum sætt okkur við með mannúð að leiðarljósi.