153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:20]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ja, núna er maður farinn að sjá mjög skýra mynd af þessu stjórnarfrumvarpi: Það er ekki þingmeirihluti fyrir stjórnarfrumvarpinu. Svo einfalt er það. Það liggur ekkert fyrir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð stendur ekkert heils hugar á bak við þetta stjórnarfrumvarp sem búið er að samþykkja, sem ráðherrar flokksins eru búnir að samþykkja í ríkisstjórninni. Félagsmálaráðherra hefur ekki látið sjá sig hér í dag og maður fær ekkert skýrt svar við því. Stjórnarandstöðuþingmenn geta svarað þessari einföldu spurningu en ekki stjórnarþingmaður. Þetta er alveg með ólíkindum. Þannig að það liggur ekki fyrir þingmeirihluti fyrir þessu frumvarpi.

En ég er með aðra spurningu hérna. Með leyfi forseta segir í frumvarpinu:

„Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem eiga að auka skilvirkni og gæði innan stjórnsýslu með mannúðarsjónarmið í huga, samræma löggjöf og framkvæmd þessara mála við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkum annarra Norðurlanda …“

Telur hv. stjórnarþingmaður þetta frumvarp ná markmiðum sínum, ná tilgangi sínum? Er verið að ná skilvirkni með því að hafa sjálfkrafa kæru skv. 2. gr.? Eykur réttindamissir eftir 30 daga skilvirkni? Auka tafir á málsmeðferð, sem leiða til efnismeðferðar, skilvirkni?