153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:33]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum sérstaklega vel fyrir. Hér er sannarlega markmið frumvarpsins að reyna að stytta málsmeðferðartíma, ég þekki það úr mínum fyrri störfum, það skiptir mjög miklu máli af því að fólk sem kemur hingað og leitar ásjár í kerfinu þarf að bíða í mjög langan tíma eftir niðurstöðu síns máls. Oft og tíðum er það komið í þannig stöðu að það er kannski búið að skjóta rótum o.s.frv. Það er langur málsmeðferðartími almennt. Sannarlega er eitthvað að mínu áliti sem eykur á þá bið og gerir málaflokkinn enn erfiðari. Það er sannarlega partur af þessu frumvarpi. En fyrst að þingmaðurinn nefndi líka stöðu sveitarfélaganna þá er mjög mikilvægt að mjög þétt sé unnið með ríki til að bæta málaflokkinn á öllum sviðum útlendingamála.