153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:38]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Við vitum að verndarkerfið byggir á því að aðstoða fólk í neyð og það er m.a. skilgreint, þegar við erum að vinna innan kerfisins, í hvaða farveg fólk fer til að mynda eftir því hversu örugg þau ríki eru sem við erum að senda fólk til eftir málsmeðferð, sem dæmi. Þannig að það er sannarlega einhver munur á tilvikum þegar fólk kemur til landsins. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við sameinumst um að tryggja það með verndarkerfið að við séum að uppfylla okkar skuldbindingar út frá þeim forsendum að vernda sannarlega fólk í neyð og taka þá aðra umræðu um það hvernig við getum veitt fólki aðgang að íslensku samfélagi til að bæta sín kjör, m.a. með því að skoða hvernig er hægt að veita fólki atvinnuleyfi o.s.frv. Ég held að það sé umræðan sem hv. þingmaður er að velta fyrir sér.