153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:49]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum spurningarnar. Ég ætla ekkert að efast um að Rauði krossinn og margir aðrir sem hafa lagt fram álit varðandi frumvarpið sjá hlutina frá mismunandi sjónarhorni. Í mínu tilviki verð ég bara að segja það, fyrst spurningunni er beint til mín, að ég held að þetta sé til bóta. Ég mun sannarlega taka umræðuna við Rauða krossinn um þeirra sjónarmið, svo sannarlega. Það er lagt til í frumvarpinu að stytta málsmeðferðartíma og farið ítarlega í gegnum rökin fyrir því þannig að það er nú svarið sem að því snýr.