153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:09]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér fannst mér ræða hv. þingmanns ansi mótsagnakennd. Í fyrsta lagi þá átti þetta að verða allt saman til hagsbóta fyrir þá sem vilja dvelja hér lengur, þeir gætu tafið mál sitt, málsmeðferð myndi lengjast í mörgum málum, fólk myndi dvelja hér árum saman og þeim málum einstaklinga myndi fjölga. Kostnaður myndi aukast vegna lengri málsmeðferðartíma. En síðan var farið yfir öll þau atriði í þessu frumvarpi sem gera það einmitt skilvirkara að fólk sem ekki hefur fengið vernd fari héðan, því sem hefur verið synjað, réttindi þess skert, framfærslu hætt o.s.frv. Ef fyrra matið stendur hjá hv. þingmanni þá sé ég ekki annað en að hún ætti að fagna þessu frumvarpi, það væri í þágu (Forseti hringir.) þeirra sem hún hefur helst verið að berjast fyrir.