153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Við fórum þess á leit í upphafi þingfundar að forseti myndi kalla eftir ráðherra félags- og vinnumarkaðsmála. En núna, eftir því sem líður á umræðuna og að miðnætti, hefur ekkert gerst. Ráðherra verður ekki á landinu á morgun ef þessi umræða skyldi halda áfram inn í morgundaginn. Það finnst mér dálítið sorglegt. Afsakanirnar sem við fáum er að ráðherra eigi ekki heimangengt en við sjáum einmitt að ráðherra mætir í vinnu úti í bæ, er ekki löglega afsakaður að því er virðist. Mér finnst það dálítið sorglegt því að hluti af þessu frumvarpi skiptir máli og mjög mikilvægur hluti í rauninni af þessu frumvarpi. Ef eitthvað er þá mætti sá hluti sem heyrir undir félags- og vinnumarkaðsráðherra vera sá hluti frumvarpsins sem er ekki hent í ruslið (Forseti hringir.) þegar allt kemur til alls. En við fáum víst ekki að ræða (Forseti hringir.) við hæstv. ráðherra um það, merkilegt nokk.