153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:36]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú líður einfaldlega að lokum þessarar umræðu og hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur ekki látið sjá sig og ekki gefið neinar skýringar á því hvers vegna hann er ekki reiðubúinn að koma hingað og eiga þetta samtal við okkur. Mér þykir það mjög miður. Það eru hlutir í þessu frumvarpi sem ég hefði gjarnan viljað eiga orðastað við hæstv. ráðherra um. Mig langaði bara að benda á að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur tjáð sig um þetta frumvarp og um þessi mál í fjölmiðlum. Ég tel einsýnt að yfirlýsingar hans í fjölmiðlum séu ekkert annað en sýndarmennska ef hann mætir ekki í þingsal til að ræða þetta við okkur. Við höfum ekki fengið neinar skýringar á því. Það er ekki hægt að draga af því neinar aðrar ályktanir en að hann telji þetta annaðhvort ekki koma sér við eða að umræðan sé einfaldlega ekki þess virði.