Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 24. fundur,  27. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[14:52]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Forseti. Eins og ég hef farið ítarlega yfir þá er í raun bara eitt atriði í þessu frumvarpi sem er eitthvert vit í og er í raun það skásta sem lagt er til í þessu frumvarpi. Það má finna í 21. gr. frumvarpsins sem snýr að breytingum á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Nú háttar svo til að mælt hefur verið fyrir öðru frumvarpi sama efnis og því vísað til velferðarnefndar sem hefur það til umfjöllunar. Til að tryggja samfellu í umfjöllun nefndarinnar og þingsins um málið legg ég til að þessu frumvarpi verði vísað til velferðarnefndar sem geti eftir atvikum átt samráð við allsherjar- og menntamálanefnd varðandi efnisþætti sem kunna að heyra undir málasvið þeirrar nefndar. Ég óska þess að hæstv. forseti leiti atkvæða um þessa tillögu mína.