Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 237, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 298, um gjaldfrjálsar tíðavörur, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 206, um börn í fóstri, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, á þskj. 217, um fósturbörn, frá Evu Sjöfn Helgadóttur, á þskj. 393, um framkvæmd laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frá Elsu Láru Arnardóttur, og fyrirspurnum á þskj. 230, um kennslu í kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum, og á þskj. 249, um ME-sjúkdóminn hjá börnum, báðar frá Gísla Rafni Ólafssyni.

Einnig hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 321, um flokkun úrgangs og urðun, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, og á þskj. 333, um val á söluaðila raforku til þrautavara, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.

Þá hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 306, um vistráðningu (au pair), frá Diljá Mist Einarsdóttur.

Að lokum hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 331, um samninga við einkaaðila vegna reksturs dvalar- og hjúkrunarheimila, frá Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, og eftirfarandi fyrirspurnum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur; á þskj. 308, um geislafræðinga, á þskj. 309, um lífeindafræðinga, á þskj. 310, um hjúkrunarfræðinga, á þskj. 311 um ljósmæður, og á þskj. 312, um sjúkraliða.