Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 25. fundur,  7. nóv. 2022.

brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd.

[16:41]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Ég er einn af verndurum barna en það eru alþingismenn sem hafa boðið sig fram til þess að vera verndarar barnasáttmálans hér á þinginu. Þar sem ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki kannast við þennan sáttmála þá langar mig að nefna tvö atriði hér. Grein 22: „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svo langar mig að lesa hér 40. gr.: „Börn sem sökuð eru um að hafa brotið lög eiga rétt á lögfræðiaðstoð og réttlátri málsmeðferð.“ Hvorugt fékk hinn ungi drengur sem sendur var úr landi skömmu eftir átjánda afmælisdaginn sinn. Þetta eru skýlaust brot á barnasáttmálanum.