Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Líneik Anna Sævarsdóttir):

Forseta hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 326, um yfirráð yfir kvóta, frá Gísla Rafni Ólafssyni. Einnig hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 286, um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd, frá Ásmundi Friðrikssyni.

Þá hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 352, um afmörkun hafsvæða, frá Andrési Inga Jónssyni.

Að lokum hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 285, um útvistun aðgerða vegna of langs biðtíma, frá Hönnu Katrínu Friðriksson, á þskj. 287, um skaðaminnkun, og á þskj. 288, um útboð innan heilbrigðiskerfisins, báðar frá Diljá Mist Einarsdóttur, á þskj. 291, um fósturlát og framköllun fæðingar eða útskaf úr legi, frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttir, á þskj. 343, meðferð vegna átröskunar, frá Evu Sjöfn Helgadóttur.

Að lokum á þingskjali 347, um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á aðgerðum vegna skarðs í vör, frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.