Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 351, um lögregluvald Landhelgisgæslu Íslands, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 361, um breytingar á aðsókn fólks yfir 25 ára aldri í framhaldsskólanám, frá Steinunni Þóru Árnadóttur, og þskj. 394, um aðgerðir í þágu barna, frá Elsu Láru Arnardóttur.

Þá hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 235, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Að lokum hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 367, um skordýr, frá Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur og á þskj. 386, um raforkumál á Vestfjörðum, frá Teiti Birni Einarssyni.