Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum o.fl.

30. mál
[17:02]
Horfa

Flm. (Gísli Rafn Ólafsson) (P):

Frú forseti. Ég þakka þeim þingmönnum sem tóku þátt í þessari umræðu. Ég þakka líka þeim þingmönnum sem eru meðflutningsmenn með mér á þessari þingsályktunartillögu. Það eru h.v. þingmenn Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Sverrisdóttir, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Tómas A. Tómasson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Það er ósk mín að þessi þingsályktunartillaga fari að lokinni þessari umræðu til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Það er einnig von mín að hv. nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd taki hana til umræðu sem fyrst og að hún fái að fara í gegnum þetta þing án þess að vera notuð sem skiptimynt í þinglokasamningum.