153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[13:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Aðeins áfram með þetta mál og hliðstæðu við það í fjáraukanum. Hér erum við að horfa á nýja verðbólguspá upp á 8,8% en gert er ráð fyrir 7,5% varðandi fjárlög 2023 í spá Hagstofunnar. Eitthvað þarf því að uppfærast þar. Hins vegar er í málaflokki 12.10, stjórn landbúnaðarmála, bætt við að því er virðist 2,2 milljörðum. Fjallað er um það að samkvæmt niðurstöðum hópsins séu kostnaðarhækkanir búgreina áætlaðar rúmlega 4,6 milljarðar sem er um 20% hækkun. Það er 20% verðbólga í þeim málaflokki. Ríkisstjórnin ætlar að koma og redda rúmlega 10% verðbólguhækkun þar en ekki á málefnasviði öryrkja. Ég skil ekki af hverju verið er að nota svo mismunandi tölur. Er kostnaðarliður eða undirvísitala búgreinar til marks um miklu hærri verðbólgu heldur en almenn vísitala neysluverðs þar sem almannatryggingar eru undir?