153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[13:25]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég vildi spyrja hæstv. fjármálaráðherra út í þá aukningu sem er fram komin í vaxtagjöldum vegna hærri verðbólgu — þetta eru 37 milljarðar kr., ég held að það sé þriðjungur þess framlags sem fer í að reka Landspítalann okkar — þessa stöðu og áhrifin sem þetta hefur. En ég vildi setja þetta í samhengi við ákveðna óvissuþætti sem við sjáum að eru enn fyrir hendi. Sala Íslandsbanka — fjárlagafrumvarpið gerir áfram, sýnist mér, ráð fyrir þeirri sölu og þeim fjármunum en engu að síður liggur fyrir fréttatilkynning frá ríkisstjórninni sjálfri frá því í apríl um að ekki verði af frekari sölu fyrr en ný lög liggi fyrir um fyrirkomulag sölunnar. Þau lög liggja ekki fyrir en ég velti fyrir mér: Þetta eru stórir póstar sem hafa áhrif á heildarmyndina, er þetta frumvarp um fyrirkomulag sölu Íslandsbanka væntanlegt? Þurfum við ekki að hafa þá mynd fyrir framan okkur (Forseti hringir.) þegar við afgreiðum fjárlögin núna og kannski smá umfjöllun um þessi vaxtagjöld?