153. löggjafarþing — 30. fundur,  14. nóv. 2022.

aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis.

[15:39]
Horfa

Högni Elfar Gylfason (M):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svörin. Í framhaldinu langar mig að spyrja hvort ekki verði að telja líklegt að sá samdráttur sem þegar er orðinn í íslenskri kjötframleiðslu, ásamt komandi samdrætti í draumalandi framtíðarinnar, samkvæmt fyrrnefndri áætlun, muni valda því að slegið verði í klárinn á hinni hliðinni og innflutningur á kjötvöru aukinn. Er ekki annars ósennilegt að stjórnvöld fyrirskipi um fæðuval fólksins í landinu? Það yrði alla vega hressileg uppfærsla á ráðleggingum landlæknisembættisins um mataræði Íslendinga.