153. löggjafarþing — 30. fundur,  14. nóv. 2022.

Sjúkrahúsið á Akureyri.

[15:46]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Ég ætla aðeins að klára hér varðandi umfangið og hvað við munum sjá rísa fyrir norðan, við Sjúkrahúsið á Akureyri. Við erum að tala um samtals 72 rými á lyf- og skurðlækningadeild, 36 á hvorri deild, og áætluð geðdeildarrými, þannig að það verða allt í allt 84 legurými. Við getum alveg séð fyrir okkur hversu mikil lyftistöng þetta verður fyrir alla þjónustu, bæði á svæðinu og fyrir landið allt saman og í samvinnu við Landspítalann.

Varðandi það að skilgreina Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús þá er sú umræða í gangi. Það hefur auðvitað verið unnið alveg frábært starf í samvinnu við Háskólann á Akureyri í að efla hér menntun heilbrigðisstétta. Við höldum þeirri umræðu áfram og ég vil tengja það því mönnunarmódeli sem við erum með í bígerð í samvinnu við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ég held að við (Forseti hringir.) þurfum að leyfa þessari umræðu að gerjast samhliða þessum ákvörðunum sem við verðum að taka varðandi mönnun og menntun.