Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

menningarminjar.

429. mál
[12:50]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Svo að ég haldi nú áfram að fagna þá fagna ég því að við séum að fara að skoða þetta í heild sinni og fara í heildarendurskoðun á þessu öllu saman. Ég tel það mjög mikilvægt. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta — og ég þekki það bara komandi úr sveitarfélagi sem er nálægt okkur, Hafnarfirði, við erum með gamlan miðbæ þar og það sem hefur reynst erfitt í þróun er að jafnvel þó að það sé í gildi deiliskipulag sem búið er að vera í gildi í mörg ár þá hefur reynst erfitt að ráðast í framkvæmdir vegna þess að Minjastofnun hefur gert slíkar kröfur að það hefur þurft að finna sambærilega lóð og annað til að flytja hús. Þetta hefur háð sveitarfélögunum í því að þróast eðlilega. Ég skil þá hæstv. ráðherra þannig (Forseti hringir.) að þetta sé kannski fyrst og fremst biðleikur eins og hann segir og til að létta á stjórnsýslunni.