Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

menningarminjar.

429. mál
[13:01]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Jafn skrýtið og það nú er, eins og staðan er núna, þá flokkast þessar gaddavírsgirðingar undir fornleifar. Þetta er eitthvað sem heildarendurskoðunin þarf að taka á. Ég þekki það alveg að eiga við gaddavírsgirðingar, ég veit ekki hversu gamlar þær eru. Þetta snýst svolítið um bara framtak, að reyna að losa þær þar sem þær eiga ekki að vera því að þær eru náttúrlega stórhættulegar. Ég veit ekki hvort það séu fagleg rök fyrir því að viðhalda einhverjum sem eru elstar, ég skal viðurkenna það að ég hef ekki leitt hugann að því. En þetta sem hv. þingmaður er að benda á undirstrikar mikilvægi þess að fara í heildarendurskoðun. Ég held að þetta sé mjög skýrt dæmi. Hv. þingmaður hittir oft naglann á höfuðið og núna naglann (Gripið fram í: Á girðinguna.)á gaddavírsgirðingarnar. Fyrir mér er andsvar hv. þingmanns enn ein rökin fyrir mikilvægi þess að fara í heildarendurskoðun.