Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

félagsleg aðstoð.

435. mál
[13:55]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Starfsendurhæfing er mjög mikilvæg og markmiðið á alltaf að vera það að fólk taki þátt í samfélaginu og þá einnig í atvinnulífinu með því að taka þátt hvenær sem það treystir sér til að gera það, hvenær sem er í lífinu. Ég fagna því að verið sé að leggja til að framlengja greiðslutímabilið. Ég vil þó vekja athygli á orðalaginu í breytingartillögunni, eins og segir í frumvarpinu um 2. mgr. 7. gr., með leyfi forseta:

„… með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila.“

Því langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé ekki alltaf markmiðið að koma einstaklingum á vinnumarkað, hvort sem þeir einstaklingar eru á örorku eða annað, og hvort hann sé sammála mér um að það gæti mögulega verið skaðlegt að segja í frumvarpinu að það sé enn talið raunhæft að þau geti komist út á vinnumarkað þar sem eftir að þau fara á örorku sé það — hvað þá? Ekki raunhæft lengur?