Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

starfsemi stjórnmálasamtaka.

29. mál
[17:46]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Eins og ég sagði áðan finnst mér þetta afar áhugaverð umræða og mig grunar að ég og hv. þingmaður séum svolítið á svipuðum slóðum í því hvernig við nálgumst þetta. En m.a. vegna þessara síðustu orða, sem ég ætla svo sem ekkert að fara inn í, ég þekki ekki þetta fyrirkomulag út í hörgul, hvernig sæi hv. þingmaður fyrir sér að þetta næði þá fram að ganga, þ.e. opinber framlög? Og hinn hluti spurningarinnar: Sæi hann þá fyrir sér að það væri einhverjum skilyrðum háð og hvernig þau skilyrði litu þá út í samhenginu varðandi fjölda eða viðmið eða í hvað í rauninni fjármagnið raunverulega fer og þar fram eftir götunum?