Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

lögfræðiálit lífeyrissjóðanna um ÍL-sjóð.

[11:27]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Forseti. Mig langar líka til að nefna þann punkt, eftir að hafa lesið þetta lögfræðiálit, að hér í þingsal hafa hæstv. forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, varaformaður Vinstri grænna, hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, þau bæði tvö, tekið vel í þessar hugmyndir. Mér finnst það ótrúlega sérstakt framlag inn í það sem við vitum öll að verða mjög þungar og flóknar viðræður vegna kjarasamninga, að þetta sé framlag ríkisstjórnarinnar, svona sending, hverjir eru lífeyrissjóðirnir, eins og hv. þm. Oddný G. Harðardóttir fór yfir, að ríkisstjórnin sé að senda hugmyndir sem lögfræðiálitið talar um að sé eignarnám sem framlag inn í flóknar og þungar viðræður vegna kjarasamninga gagnvart lífeyrissjóðunum, gagnvart launþegunum gagnvart eldri borgurunum. Er þetta framlag ríkisstjórnarinnar inn í kjarasamningana? Ég spyr.