Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

lögfræðiálit lífeyrissjóðanna um ÍL-sjóð.

[11:28]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég hef engu við það að bæta sem hér hefur verið nefnt og ætlaði í rauninni ekki hingað upp, en er pínu hugsi yfir því hvernig hæstv. forseti túlkar allt einhvern veginn á stífasta hátt. Þó að hann sitji hérna í upphækkaðri íburðarmikilli harðviðarinnréttingu þá má hann ekki gleyma þeim veruleika að hann er ekki skipherra á flugmóðurskipi sem er algerlega óháð tíma og rúmi heldur er hér til þess að gæta hagsmuna Alþingis, m.a. gagnvart framkvæmdarvaldinu. Ég bið hæstv. forseta náðarsamlegast að velta því aðeins fyrir sér og styðja við bakið á okkur.