veiðigjald.
Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna sem er mikilvæg. Það breytir ekki því að í andrúmsloftinu sem við vorum í á þessum tíma þegar heimsfaraldurinn helltist hér yfir og við vorum að fylgja eftir sóttvarnaráðstöfunum og áhrifum á efnahagslífið að atvinnuvegafjárfestingin dettur niður og Alþingi ákveður samhljóða að veita atvinnulífinu ívilnanir til að hvetja til fjárfestinga. Þá verða þessi víxláhrif til. Um umfang þeirra veit enginn á þeim tíma og engin leið að vita fyrr en skattskýrslur lögaðila koma inn núna. Þetta er því eini tímapunkturinn sem hægt er að meta áhrifin með þeim hætti sem við gerum hér. En það er auðvitað umhugsunarefni og í ljósi þess hversu hratt þessi mál voru unnin á sínum tíma, þá er það svo að þessi víxlverkun kemur til (Forseti hringir.) þegar öll gögn liggja fyrir.