Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[11:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við ræðum hér breytingu á veiðigjaldi, á framkvæmdinni í því. Við erum að tala um 2 til 2,5 milljarða og við erum ekki að tala um nein ný gjöld. Það er bara verið að færa til þannig að við fáum þau á næsta ári. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort hún sé ekki sammála mér um að þarna séu peningar sem við gætum nýtt mjög vel fyrir þá verst settu nú um jólin. Við getum að vísu ekki notað nákvæmlega sömu peninga en við gætum táknrænt notað 2 til 2,5 milljarða í viðbót. Eingreiðslur eiga að vera 28.000 kr., lækka um helming miðað við það sem var í fyrra. Ef við hækkum þær tvöfalt eru það 60.000 kr. skatta- og skerðingarlaust. Ef við notum þetta gætum við farið í 120.000 kr. skatta- og skerðingarlaust sem ég held að myndi gleðja alla þá hér úti sem á þurfa að halda. Ég held að það myndi líka gleðja útgerðarmennina ef þeir gætu nýtt þetta í svo góð málefni.