veiðigjald.
Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið. Auðvitað er rétt að þetta er ekki veiðigjaldamálið. En þetta kristallast í því að þetta mál kemur upp vegna þess hversu flókinn útreikningurinn er, hér er her stjórnmálafólks og embættismanna sem ekki átta sig á þessum afleiðingum. Það er rétt að heilmikið er undir og ég get borið virðingu fyrir því hvernig hæstv. ráðherra nálgast málið. Það er samt þannig að mjög fljótlega í vinnunni komu upp raddir um að þetta væri býsna víðfemt, hvort ekki væri rétt að skera aðeins niður af verkefnalistanum. Nú mega áheyrendur giska á hvaða atriði af verkefnalistanum var lagt til að tekið yrði af. Það var hugmyndin um þessar breytingar, þ.e. um endurgjald stórútgerðarinnar til þjóðarinnar. Ég veit að því var mótmælt og það hefur svo sem ekki verið tekinn annar snúningur á því. Ég hef samt ákveðnar áhyggjur af því að í þessari vinnu verði miklum tíma og púðri (Forseti hringir.) varið í mál sem við erum býsna sammála um eins og umhverfismálin, hvernig við nýtum sjávarauðlindina o.s.frv. (Forseti hringir.) Hápólitíska málið náði því ekki í gegn en ég ætla að treysta ráðherra og trúi því að þar verði skýr fundarstjórn.
(Forseti (ÁLÞ): Forseti er að reyna að vera með skýra fundarstjórn.)