veiðigjald.
Virðulegur forseti. Ég held að ekki þurfi þetta mál til að þingmaður Viðreisnar hafi þá skoðun að þetta sé ómögulegt kerfi. Ég hef heyrt hann tala um það áður og líka fyrir þessari nálgun að bjóða upp heimildir, sem er ein þeirra hugmynda sem eru uppi. Ég held að það sé líka varhugavert að nálgast þá leið sem einhverja töfraleið. Ég held að þetta sé flókið og tel að við þurfum að nálgast það þannig. Ég held um leið að við eigum að halda áfram að ræða mismunandi sjónarmið í þessu. Hv. þingmaður var að tala um hvernig löggjöfin er og ég vil taka undir það með honum að löggjöfin um fiskveiðistjórnarkerfið er í heild mjög ruglingsleg, búið er að klippa og líma mjög oft og því er þetta mikill bútasaumur. Út af fyrir sig væri mikið þjóðþrifaverk að laga það hreinlega hvernig lögin líta út.
Vegna spurningar hv. þingmanns hér áðan, (Forseti hringir.) um möguleika einstakra fyrirtækja á því að láta reyna á eitthvað fyrir dómi, þá held ég að SFS ætti að geta svarað því á fundi nefndarinnar.