Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2022.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[21:01]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að leiðrétta það sem kannski var misskilningur, að ég hefði sagt að við hefðum ekki verið með góð viðbrögð við heimsfaraldrinum. Þvert á móti þá vorum við með viðbrögð í heimsklassa. Það eina sem ég reyndi að taka sem dæmi var að það að undirbúa sig, fjárfesta í forvörnum og t.d. eiga birgðir af hlutum o.s.frv. hefur sýnt sig að sé sparnaður upp á einn á móti sex. Svo það sé alveg á hreinu þá gerðum við frábæra hluti þegar kom að heimsfaraldrinum, að sjálfsögðu lærðum við ýmislegt um það sem betur hefði mátt fara, en alltaf var gert rétt á sínum tíma miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. Ég vildi bara koma þessu á framfæri.