153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[18:25]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég sé að það er ekki öll nótt úti enn og við getum enn beðið og vonað, það er ekki orðið of seint. Mig langar líka til að tala við hv. þingmann um það hvernig hafi verið fjallað um þær 300 millj. kr. sem ég óskaði sérstaklega eftir í viðbótargreiðslur til SÁÁ sem í rauninni þarf til að tryggja rekstrargrunn samtakanna. Það vita það allir sem vita vilja hversu alvarlegt ástandið er í samfélaginu og við erum í rauninni að spara aurinn ítrekað og fleygja krónunni. Einnig óskaði ég eftir 150 millj. kr. framlagi til handa hjálparstofnunum sem gefa fátækasta fólkinu okkar að borða fyrir jólin. Það brennur mér í muna, svo að ekki sé meira sagt, að fá að skilja hvernig stendur á því að við ætlum ekki að gera betur og hjálpa þessu fólki. Ef maður skilur rétt á fréttaflutningi hefur þörfin í rauninni aldrei verið meiri.