153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:02]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Forseti. Kæru þingmenn, ráðherrar og öll þið sem hafið vald til að taka utan um þau bágindi sem SÁÁ býr við í dag, þið sem getið núna hjálpað til við það að stytta biðlistana, 700 manns sem eru að biðja um hjálp, þið sem hafa valdið til þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir að fólk deyi á þessum biðlistum. Ég biðla til ykkar, kæri þingheimur, að styrkja þennan lífsnauðsynlega félagsskap. Styrkið þessi samtök með því að segja já. Við erum að tala um 300 millj. kr. til að þau geti sinnt verkefnum sínum af þeirri kostgæfni og þeim vilja sem nauðsynlegt er og lífsnauðsynlegt fyrir fíklana okkar og þá sem eiga erfitt hvað það varðar.