153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:13]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Það kannski virkar einkennilega að hér sé breytingartillaga mín borin upp til atkvæðagreiðslu í ljósi þess að utan um hana hefur verið tekið af allri fjárlaganefnd í heild sinni og málið mun í rauninni ná fram að ganga. Hér erum við að greiða atkvæði um ríflega 60.000 kr. eingreiðslu til öryrkja nú í desember. Það ber að þakka. Ég býst ekki við að ríkisstjórnin ætli að greiða atkvæði með minni breytingartillögu, hún hækkaði þetta um 300 kr. til að þurfa ekki að segja já við henni. Það er nú meiri bragur á því að við fáum að gera þetta öll saman og það gleður mig einstaklega mikið, þrátt fyrir að ég segi náttúrulega eðli málsins samkvæmt já við eigin tillögu.