153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:21]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Eins og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson benti á erum við að tala um að við séum ekki að útiloka þessa desemberuppbót til fólks sem hefur náð 67 ára aldri. Mig langar bara að minna þingmenn á að með hverri sekúndunni sem líður þá eru þeir nær því að verða 67 ára. (Gripið fram í.) Þetta er rétt. Við verðum að passa að við sýnum jöfnuð þegar kemur að því að styðja við fólk og láta ekki einhverjar dagsetningar um aldur skipta máli. Því segi ég að sjálfsögðu já.