153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:26]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Þessi breytingartillaga er lögð fram þar sem í umræðum um fjárlög hér fyrr í haust spurði ég hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hvort að kostnaður við Úkraínu myndi koma niður á almennri þróunar- og mannúðaraðstoð, sem fellur einmitt undir lið 35. Í svari sínu sagði ráðherra að það myndi ekki gera það heldur yrði tekið tillit til þessa óvænta atburðar í gegnum fjáraukalög. Hins vegar, eins og stendur í fjáraukalagafrumvarpinu sjálfu á síðustu blaðsíðu, þá er verið að taka 783 milljónir frá öðrum brýnum alþjóðlegum verkefnum og af nógu er að taka í þeim málum. Ég segi já.