Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

farþegaflutningar og farmflutningar á landi.

279. mál
[20:10]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að byrja á því að þakka hv. þm. Ingibjörgu Ólöfu Isaksen framsöguna. Það virðist vera að það sé nokkurn veginn samkomulag um að þetta frumvarp sé af hinu góða. Mig langaði að spyrja um það að hér eru settar ákveðnar reglur um farþegaflutninga ef viðkomandi fellur undir það að vera ferðasali dagsferða. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort það hafi eitthvað verið hugsað út í það hvort að þetta frumvarp opni á í rauninni svipaða þjónustu og aðilar eins og Uber veita erlendis. Ástæðan fyrir að ég spyr er að ég og hv. þingmaður vorum í Brussel nú á dögunum og nýttum okkur einmitt þá þjónustu og þegar ég fór í fyrsta skipti inn á forritið á símanum þá kom upp: Með því að nota þjónustu okkar í Brussel þá ert þú að samþykkja það að þú sért meðlimur í farþegaklúbbi einhverjum. Þar voru þeir greinilega að nýta sér einhver göt í lögunum til að koma með þjónustuna inn undir í rauninni öðru en því sem leigubílar falla undir. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort þetta hafi eitthvað verið skoðað, því ég veit að við erum líka að vinna í frumvarpi um leigubíla.