Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

staðfesting rammasamnings um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja,.

528. mál
[21:06]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna á þessu. Mér skilst að svona tillögur hafi verið fluttar næstum því árlega frá 1976, frá því að við hæstv. ráðherra vorum ungir drengir, til að semja um þetta.

Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra út í dálítið varðandi þennan rammasamning. Nú hafa þjóðir Evrópu tekið sig saman um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu og Ísland hefur t.d. bannað landanir rússneska fiskiskipa á Íslandi. Færeyingar hafa hins vegar tekið þá afstöðu að peningarnir við að fá fiskinn í land séu mikilvægari en samstaða þjóðanna. Mig langaði að spyrja hvort ráðherra teldi að þetta væri ekki atriði sem hefði áhrif á samninga eins og þessa, að þarna er nágranna- og vinaþjóð okkar ekki að standa með Evrópu og ekki að standa með Úkraínu. Er það ekki af hinu slæma?